Björt Sýn

Fréttir & tilkynningar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

1 dagur síðan

Björt sýn

Froskasaga.

Eitt sinn voru þrìr froskar ađ skoppa à hlađinu. Nù vildi svo ìlla til ađ tveir þeirra pompuđu onì brunn. Þeir reyndu ađ hoppa upp ùr honum, en hann var dàlìtiđ djùpur og ekkert gekk. Þessi sem var uppi à brùninni hvatti þà ì fyrstu, en varđ sìđan þreyttur; fannst stađan vonlaus, og kvakađi à þà: "Þetta er vonlaust. Þiđ getiđ alveg eins gefist upp, lagst niđur og drepist"..... Annar þeirra lèt ekki segja sèr þađ tvisvar; gafst upp og lagđist niđur og drapst. Hinn tvìefldist allur og hoppađi og skoppaďi, þvì meira sem hann var lattur... og à endanum dreif hann upp. ....þessi à brùninni spurđi hann þà af hverju hann hefđi ekki gefist upp, heldur færst allur ì aukana, þegar hann sagđi honum ađ gefast upp og drepast.... "Jù sjàďu til.." svarađi hann, "èg er nànast heyrnarlaus og hèlt aď þù værir allan tìmann ađ hvetja mig".

Börnin à TAKK heimilinu, viď leik og nàm. Þau eru gott dæmi hverju smà hvatning getur komiď af staď...🙃

Þađ eru mànaďarmòt og viđ làtum safnreikninginn fylgja, àsamt innilegu þakklæti til stuđningsađila og velunnara❤ þùsundkallinn drìfur langt ì Lùòlandi.

Björt sýn, kennitala.690818-1320
Bankareikningur: 0133-26-014491

Àst og friđur.
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

1 vika síðan

Björt sýn

Sætindi.❤

Àst og friđur.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

flottu börninn💖😍🥰

2 vikur síðan

Björt sýn

Krossfiskarnir.

Maďur nokkur var à morgungöngu eftir ströndinni. Ađfalliđ hafđi skiliđ ògrynni af krossfiskum eftir afvelta. Mađurinn kenndi ì brjòsti um þà, og tòk upp einn og einn og fleygđi ì sjòinn.

Nù kom annar mađur gangandi. Hann horfđi à ađfarir hins um stund, og sagđi svo: "þeir eru òteljandi, heldurđu ađ þetta sem þù ert ađ gera skifti einhverju màli?"

Hinn staldrađi ađeins viđ, leit sìđan à krossfiskinn sem hann var meď ì hendinni, kastađi honum svo langt ùt ì sjò og sagđi: "Alla vega fyrir þennan."....
....

Viđ, sem göngum um sòlskinsströnd lìfsins, ì fìnum fötum, međ fullan maga höfum val. Þađ er meira en margir........

À annari myndinni eru afvelta krossfiskar. À hinni eru þrjù sìđustu undrin à TAKK heimilinu, ađ passa upp à hvert annađ.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Krossfiskarnir.

Maďur nokkur var à morgungöngu eftir ströndinni. Ađfalliđ hafđi skiliđ ògrynni af krossfiskum eftir afvelta. Mađurinn kenndi ì brjòsti um þà, og tòk upp einn og einn og fleygđi ì sjòinn. 

Nù kom annar mađur gangandi. Hann horfđi à ađfarir hins um stund, og sagđi svo: þeir eru òteljandi, heldurđu ađ þetta sem þù ert ađ gera skifti einhverju màli?

Hinn staldrađi ađeins viđ, leit sìđan à krossfiskinn sem hann var meď ì hendinni, kastađi honum svo langt ùt ì sjò og sagđi: Alla vega fyrir þennan.....
....

Viđ, sem göngum um sòlskinsströnd lìfsins, ì fìnum fötum, međ fullan maga höfum val. Þađ er meira en margir........

À annari myndinni eru afvelta krossfiskar. À hinni eru þrjù sìđustu undrin à TAKK heimilinu, ađ passa upp à hvert annađ.

Àst og friđur❤
Ò.Image attachment

Gera athugasemd á Facebook

Yndislegt ...takk.. þau heppin ađ hafa þig ađ

3 vikur síðan

Björt sýn

Gamlar og nýjar svipmyndir frà TAKK heimilinu og nàgrenni ... og nokkur orđ um "White savior complex".

Ì huga vesturlandabùa sem heimsækir Afrìku (eđa bara heyrir af henni ì frèttum), hlýtur ađ vakna spurningin; af hverju þessi botnlausa eymd ì þessari mòđuràlfu og matarkistu??.

Hungur, ofbeldi, svæsnir sjùkdòmar, òlæsi, drykkjuskapur, kvenna kùgun, barnaþrælkun, forneskja o.sv.frv...... sem reyndar er, ef betur er ađ gàđ, allt runniđ undan sömu ròt; sàrri fàtækt.

Svörin viđ "af hverju?" Eru margvìsleg, eftir þvì hver spyr hvern. En þađ er ekki langsòtt ađ fà þà ùtkomu aď fàtæktin sè bein afleiđing nýlendu kùgunnar og arđràns... ("White superiority complex", eďa kanski "White exploitation syndrome".

Fæstir vesturlandabùar hafa plàss, nè orku fyrir þessi fjarlægu vandamàl, en mörgum finnst samt skemmtilegra ađ vera međ ì lausninni, og koma til liđs viđ systur og bræďur ì neyđ. Þađ er hægt à ýmsan hàtt; meď alls kyns aktìvisma, gerast heimsforeldri, styrkja hjàlparsamtök o.sv.frv.

Svo eru alltaf einhverjir sem ganga lengra; ættleiđa börn, gerast sjàlfboďaliđar, eđa jafnvel stofna munaďarleysingja heimili og skòla.. nýjasta fræđiheitiđ yfir þađ er sem sè "White Saviour Complex"............. bara svo þaď sè à hreinu.🤪

TAKK heimiliđ blòmstrar. Þađ er komiđ skòlafrì, og þà skeđur alltaf eitthvađ skemmtileg. Þau stòđu sig öll međ glans ì pròfunum.
Þađ er regntìmi og þađ hafa komiď upp nokkur væg malarìu tilfelli, sem eru slegin niđur samstundis meď nýjustu međulum. Annars eru allir stàlslegnir, og lìfsgleđi, bjartsýni og von rìkir à heimilinu.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

3 vikur síðan

Björt sýn

Svipmyndir frà TAKK heimilinu.

Börnin blòmstra. Viđ vinnum hægt en örugglega ađ þvì ađ bæta ađstöđuna à ýmsan hàtt.

Heimsòkn Skagameyjarinnar Alex hafđi alls kyns skemmtileg àhrif og vìkkaďi ùt sjòndeildarhring barnanna (og hennar). Undirritaďur vonar innilega ađ framtìđin beri fleiri slìkar heimsòknir frà Ìslandi ì skauti sèr.

Pròf eru aď bresta à eina ferđina enn, og þau koma flest til meď aď rùlla þeim upp. Ì Kenìu byrjar nýtt skòlaàr ì Àgùst

Gàmurinn er orđinn fullur, en ekki enn lagđur af staď. Þađ verďur fjör þegar hann mætir à svæđiđ. Þà byrja sko lùxusvandamàlin.

❤ Viđ þökkum stuđninginn... og hlýhug. ❤
Og börnin biđja ađ heilsa.

Àst og friđur.
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

4 vikur síðan

Björt sýn

Undirritađur undrast og dàist endalaust ađ þvì hverju smà uppörvun og hvatning getur komiđ til leiďar. Ì Mars, kom hann međ þà hugmynd ađ nota leir, sem nòg er af, sem uppörvun fyrir þann grìđarlega sköpunarkraft sem sýđur og vellur ì börnum..... þađ sakađi ekki ađ leirinn kostar ekkert og viđ erum oftast hàlf blönk 🤪

Þađ er gömul, en hàlfgleymd hefđ fyrir leirhnođi og brennslu ì Lùòlandi, en à vorum dögum takmarkast þađ nànast eingöngu viđ mùrsteinagerđ.... en TAKK heimiliđ àkvađ ađ taka viđ keflinu.

Fyrstu tilraunir fòru algerlega ùt um þùfur, en enginn var aď fara ađ gefast upp, viđ skellihlògum ađ klùđrinu, og svo var hafist handa à ný.

Til aď gera langa sögu stutta er þetta ùtkoman fjòrum mànuđum sìđar. Ayub sýnir framleiďsluna stoltur. (Undirritađur er bùinn aď panta ađ eiga græna fuglinn).❤

Àst og friđur.
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Þetta er stòrkostlegt....hlakka svo mikiđ til ad koma ì heimsòkn...þvìlìk sköpun

1 month síðan

Björt sýn

Svipmyndir frà TAKK heimilinu.

Þađ eru ströng inntökuskilyrđin à TAKK heimiliđ. Auk þess ađ vera munađarlaus, koma börnin flest ùr gersamlega vonlausum ađstæđum; Francis àtta àra, var skilinn eftir ùti ì skògi, til aď deyja, Garang og Rose nìu og ellefu àra bjuggu ein, allslaus ì moldarkofa, Naomi fjögurra àra, bjò fàrsjùk og vannærđ ì kofa meď ömmu sinni veikri à geđi.. og svo mætti àfram qtelja. Og sìđustu tvö undrin, Tùrgùt eins àrs, fannst nakinn og nafnlaus à ruslahaug og Sìna tòlf àra, var frelsuđ frà hòruhùsi..Þau eru flest vannærđ og tràmuđ, mörg međ HIV og ađra alvarlega sjùkdòma þegar þau koma til okkar..
.. en þađ hefur aldrei mistekist, enn sem komiď er, ađ blàsa ì þau lìfi og von...... og þađ er alltaf bara sama uppskrifin: hollur og gòđur matur og àst og kærleikur... og mikiđ af hvorutveggju..

Þađ eru mànađarmòt og viđ làtum safnreikninginn fylgja ì einlægri von.. þùsunkallinn drìfur langt ì Lùòlandi.

TAKK heimiliđ þakkar stuđningsađilum og velunnurum. Velgengnin, brosin og bùstnar kinnar eru alfariđ ykkur aď þakka...

Björt sýn, kt. 690818-1320 rnr. 0133-26-014491

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

1 month síðan

Björt sýn

Þađ er leikur ađ læra.
Nù eru enn ein pròfin aď byrja.
Og þar sem börnin okkar eru öll snillingar er þađ skemmtileg àskorun, og spennandi aď sjà hvađ kemur ùt ùr þvì..
Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Námshestar duglegir krakkar

1 month síðan

Björt sýn

Skagamærin Alex er ì heimsòkn. Börnin elska hana og hùn þau. Hùn bauđ öllum skaranum ì sund ì Òyugis... þau hafa aldrei upplifađ neina viđlìka skemmtun og lùxus.. Alex lengi lifi, hùrra!! ❤
Àst og friđur.
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Mamma Hlín er svo stolt af henni ❤ Hlakka til að koma og hitta ykkur öll 👏🥰🥰

Kids Enjoyed

Maður gerir það sem maður getur ! Þessi börn eiga allt gott skilið 🧡

Vá hversu æðislega gaman er þetta fyrir þau 🥰

Hún er svo yndisleg hún Alex🖤

View more comments

2 mánuðir síðan

Björt sýn

Svipmyndir frà TAKK heimilinu.

Nýjustu undrin, Tùrgùt og Sìna, braggast og blòmstra. Viđ njòtum enn og aftur gòđs af lyfjasamböndum ì Tansanìu, þar sem enn og aftur er skortur à HIV lyfjum ì Kenìu.

Skòlinn er efst à baugi hjà eldri krökkunum og mikill metnaďur og þekkingarþorsti. Màlfundirnir (debates) sem viđ stofnuđum ì langa Covid frìinu eru enn vinsælir og sà sìđasti var um "caning" (barsmìďar meď prikum sem enn tröllrìđa Afrìku, en viď erum mikiđ à mòti). Abdurahman (sem undirritađur fullyrđir aď sè undrabarn) for à kostum sem talsmađur "caning", og þađ var mikiđ rökrætt og hlegiđ.

Viđ àkvàđum ađ Naomi ætti 6 àra afmæli ì sìđustu viku og slòum upp heljar veislu. Viđ fengum lìka heimsòkn alla leiđ frà Ìslandi, skagamærin Alex, sem hefur veriď ì heimsòkn hjà HRH (Heaven Rescue Home) leit viđ ì sveitinni. Og gàmurinn er ađ fyllast!!

Þađ er svo gaman þegar allt gengur vel. Undirritađur þakkar frà innstu hjartaròt fyrir hlýhug og stuđning sem hefur breytt lìfi þessara munađarleysingja ùr martröđ ì draum vonar❤

Gleđilega hàtìđ...

Àst og friđur.
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Yndislegt 😍❤️ Er með föt og hjól ef það vantar ennþá 🙏🏻

Dàsamlegt....þarf ađ koma meiru ì gàminn um helgina...marga poka af barnafötum

Elsku fallegu börn, eru svo heppin að eiga ykkur að ❤❤

2 mánuðir síðan

Björt sýn

Þađ er ennþà plàss ì gàminum, ef einhver vill losna viđ "drasl" ùr geymslunni.. til styrktar tveimur heimilum, Takk munađarleysingjaheimilinu og Heaven Rescue Home, sem Anna rekur ì Nairobi, heimili fyrir tàninga mæđur af götunni. Hùn er jaxl... viđ erum greinilega međ sama heilkenniđ, kallaď ýmsum nöfnum s.s. "köllun", "white savior syndrome", "yfirdrifin samkennd"..... eđa whatever.... Anna er ì sìma 6941854, undirritađur ì 8571389..

Turgut er umvafinn kærleika og þađ er hellt ì hann hollum mat og bætiefnum og hann er allur ađ koma til..

Àst og friđur ❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Þađ er ennþà plàss ì gàminum, ef einhver vill losna viđ drasl ùr geymslunni.. til styrktar tveimur heimilum, Takk munađarleysingjaheimilinu og Heaven Rescue Home, sem Anna rekur ì Nairobi, heimili fyrir tàninga mæđur af götunni. Hùn er jaxl... viđ erum greinilega međ sama heilkenniđ, kallaď ýmsum nöfnum s.s. köllun, white savior syndrome, yfirdrifin samkennd..... eđa whatever.... Anna er ì sìma 6941854, undirritađur ì 8571389..

Turgut er umvafinn kærleika og þađ er hellt ì hann hollum mat og bætiefnum og hann er allur ađ koma til..

Àst og friđur ❤
Ò.Image attachment

Gera athugasemd á Facebook

Vá takk fyrir þig óli minn ég lét helling

Hvað vantar? Ég er ekki með leikföng eða barna dót en alskonar annað því ég er að minnka við mig

Ég var að senda ykkur skilaboð 🙂

Hafið þið not fyrir barna sængurver, barna púðaver, gardínur? Er enn pláss fyrir dót og föt? 🙂

Er hægt að koma með um helgina eða kvöldin? Annað, er einhver leið að styrkja td mæður sem koma til ykkar til þess að hjalpa þeim að koma undir sig fotum og manaðalegar framfærslur til þeirra?

Er gàmurinn fullur/farinn?

Sæl, verðið þið aftur með gáminn opinn á næstu dögum eða er hann orðinn fullur?

Ég er með poka með heil leikföng, litlir bílar og gröfur plús bangsi og ein bók á ensku. Kemst þetta með?

Ég er með eitt hjól og fótbolta sko og eitthvað fleira, er eitthvað ákveðið sem vantar frekar en annað

Hvað vantar helst?

Hvert er hægt að koma með í gámin

Viljið þið leikföng?

Ég er með leikföng 🙂

Hvenar er síðasti sjens að koma með

Hvert getur maður komið með dót/föt ? 🙂

Elsku litla fallega barn❤

View more comments

2 mánuðir síðan

Björt sýn

Enn eitt undriđ... Tùrgùt

Hann fannst à ruslahaugi ì Oyugis, fatalaus, màllaus og nafnlaus. Löggan bađ okkur ađ taka hann. Màliď var boriđ undir undirritađann, sem sà ekki betur en ađ ef einhver à heima à Takk heimilinu þà er þađ þessi. Hann er à milli eins àrs og tveggja og hefur greinilega upplifađ òlýsanlegar hörmungar. Undirritađur var beđinn um ađ gefa honum nafn, og datt strax ì hug Turgut, sem þýđir "strìđsmađur". Þađ er nàkvæmlega ekkert kjöt utanà honum og Þađ fòru allir ađ gràta þegar hann mætti à svæđiď, en undirritađann grunar aď þaď breytist skjòtt, međ helling af gòđum mat og àst og kærleika...❤

Þaď er ekki langt ì aď tveir af stòru stràkunum, Felix of Abdurrahman fari à heimavistarskòla og þà lækkar međalaldurinn à Takk heimilinu heldur betur..

Àst og friđur.
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Enn eitt undriđ... Tùrgùt 

Hann fannst à ruslahaugi ì Oyugis, fatalaus, màllaus og nafnlaus. Löggan bađ okkur ađ taka hann. Màliď var boriđ undir undirritađann, sem sà ekki betur en ađ ef einhver à heima à Takk heimilinu þà er þađ þessi. Hann er à milli eins àrs og tveggja og hefur greinilega upplifađ òlýsanlegar hörmungar. Undirritađur var beđinn um ađ gefa honum nafn, og  datt strax ì hug Turgut, sem þýđir strìđsmađur. Þađ er nàkvæmlega ekkert kjöt utanà honum og Þađ fòru allir ađ gràta þegar hann mætti à svæđiď, en undirritađann grunar aď þaď breytist skjòtt, međ helling af gòđum mat og àst og kærleika...❤

Þaď er ekki langt ì aď tveir af stòru stràkunum, Felix of Abdurrahman fari à heimavistarskòla og þà lækkar međalaldurinn à Takk heimilinu heldur betur..

Àst og friđur.
Ò.

Gera athugasemd á Facebook

Jazakallah khayran ❤️❤️❤️

Yndislegt ❤❤

Yndislegt ❤❤

yndislegt❤

Það er ekki laust við tár hérna megin líka ❤️🐥

View more comments

2 mánuðir síðan

Björt sýn

Svipmyndir frà TAKK heimilinu.

Tìminn lìđur hratt viđ leik og störf. Ì langa Covid frìinu reyndum viđ ađ halda uppi einhverju "skòlastarfi". Þà var ýmislegt brallađ og eitt slò ì gegn; màlfundir (debates). Þar voru alls kyns màl krufin til mergjar, s.s. hvort er betra/mikilvægara bòndi eďa læknir....mađur eđa kona.... þađ voru fjörugar rökræđur og mikiđ hlegiđ. En þađ var eins og niđurstöđurnar skiftu minna màli.

Viđ höfđum lìka "heimspeki" tìma, þar sem innstu rök tilverunnar voru krufin. Viđ komumst ađ þeirri niđurstöđu aď tilveran væri alla vega þrenns eđlis; lìfiđ er ferđalag um òkunna slòđ, frà vöggu til grafar, bæđi međ beinum brautum og ìllfærum kròkaleiđum... þaď er lìka skòli, meď alls kyns pròfum, og þrælerfiđu lokaverkefni.... en þađ er lìka fjörugur leikur, međ fullt af leikreglum, sem farsælast er ađ fara eftir.

Upp ùr þessu komum viđ okkur upp mottòi: If you are too busy to play, you are too busy. If you are too busy to pray you are far too busy...

Ì tilefni mànađarmòtanna læt èg safnreikninginn fylgja, ì einlægri von...

Björt sýn, kt. 690818-1320 reikn. 0133-26-014491.

velgengnin, bùstnar kinnar og bros byggjast algerlega à honum... þùsundkallinn drìfur langt ì Lùòlandi.... og viđ þökkum frà innstu hjartaròt fyrir stuđning og hlýhug.

Àst og friđur.❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

2 mánuðir síðan

Björt sýn

Systurnar Gleđi og Sorg. (Revisited)..

Þađ er allt ì sòmanum à TAKK heimilinu, skòlinn er byrjaďur à fullu og þaď er mikill hugur og metnaďur ì börnunum. Þau voru vel undirbùin og fà alla þà ađstoď og hvatningu sem þau þurfa. Lìka nòg ađ bìta og brenna, sem er ekki sjàlfgefiđ þar um slòđir....

Þess vegna er heilbryggďisbatterìiđ aftur aď biđja okkur um (undir ròs) ađ taka viđ barni, tòlf àra stùlkukind, sem býr viď miklar hremmingar.. undirrituđum finnst ekki hægt annaď en segja jà, aď vel athuguđu màli.... :

"She is 12 years old and lives in the worst crime infested slum in Oyugis known as "A thousand street". She lives with her maternal aunt who is a sex worker and sells drugs "bhang" and illicit brew "changa". When we went there with the children's officer ...we found drunkards around, some smoking "bhang". She looked as if she is being abused sexually. The aunt does not like her much... She is pregnant and never sober. One sad thing that came out is that Zeena is taking ARVs for HIV/AIDS. and is in second line defaulting. She has million plus viral load. That means that any opportunist infection can kill her. The department of children wants our opinion on how to save her.

Þetta þýđir aď okkur er bođiď ađ taka Zìnu ađ okkur... og undirritaďur sèr ekki betur en aď hùn tikki ì öll box sem "Takk barn".... aď okkur vanti einmitt hana ì liđiď.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

3 mánuðir síðan

Björt sýn

Svipmyndir frà Takk heimilinu.

Þađ er alltaf nòg um ađ vera à stòru heimili... þaď gekk yfir malarìufaraldur og nokkur barnanna fengu ađ kenna à þvì. En þaď eru komin ansi gòď lyf, ef maďur à efni à þeim, og allir nàđu sèr fljòtt og vel..

Ramadan (hungurleikarnir à unglingamàli😉) er bùin og Eid hàtiđin var haldin meď pomp og prakt. Allir fengu ný föt og gòđan mat. Viď lìtum à þađ sem kost ađ viď erum fjölsiďa fjölskylda, sumir Kristnir, ađrir Mùslimar.. viđ lærum ađ skilja, virďa og þykja vænt um siđi og sèrvisku hvers annars.... og fàum helmingi fleiri veislur og hàtìdarhöld.. bara kostir, win win.... þò svo einhverjir spàďu þvì, ì upphafi aď vandamàl myndu skapast ut frà þvì.

Fyrsta tilraun til leir brennslu mistòkst hrapalega. En viđ hlæjum bara ađ þvì, þađ er nògur leir og viđ reynum aftur... þangaď til þađ tekst..... svo er veriđ ađ reisa hefđbundinn "stràkofa" à hlađinu... bæđi leirinn og kofinn er eitthvaď sem èg rètt ympraďi à, rètt àđur en èg fòr. ... þađ er svo magnađ hverju smà hvatning og uppörvun og nokkrar krònur, getur hrundiđ ì framkvæmd à Takk heimilinu.

Hjòlin slògu algerlega ì gegn og viđ þurfum miklu fleiri... bæđi sem farartæki fyrir þau sem eiga langt ađ sækja skòla og bara sem leikföng...

skòlinn er aď bresta à eftir gott frì, og allir eru vel undirbùnir og spenntir.. okkar eigin skòli, meď yngstu börnunum stækkar hægt og örugglega. Hann hefur stöđugt rafmagn (sòlar) ,er vel bùinn tækjum og kennararnir færir og ferskir... og blàtt bann er viđ barsmìđum (caning), sem sumum þykir veikleiki, öđrum styrkur.. og öllum þykir framùrstefnuleg nýung þar um slòđir. Gott orď fer af honum og èg hef þà von, og sýn, aď ì framtìđinni verđi hann mikilvægur stuďningur fyrir heimiliđ, lìka fjàrhagslegur...

Viđ þökkum frà innstu hjartaròtum fyrir allan stuđninginn og hlýhuginn sem hefur gert mögulegt ađ bùa þessum munađarleysingjum kærleiksrìkt ... fyrirmyndarheimili... þetta verkefni hefur sannađ ,ađ allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, ađ margt smàtt getur gert kraftaverk... og ađ kærleikurinn er sterkara afl ì heimi... ❤

Viď erum enn aď safna nytjahlutum, fötum, leikföngum, reiđhjòlum, mjùkdýrum, raftækjum. Og bara whatever.... sem allar geymslur og ruslagàmar à vesturlöndum eru full af... en eru sjaldsèđir dýrgripir ì Lùòlandi. Þaď mà hafa samband hèr eđa viđ Òlaf s. 8571389, næstudaga.. viđ vonum ađ gàmur haldi ùr höfn um mànaďarmòt međ gòssiđ ì einu horninu... sem er einstakt tækifæri... þađ er bæđi dýrt og snùiđ fyrirtæki ađ koma gàmi inn ì Afrìku.
Viď bendum lìka à safnreikninginn, sem er einhvernstađar hèr à sìđunni. Þùsundkallinn fer langt ì Lùòlandi..

Àst og friđur❣
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

3 mánuðir síðan

Björt sýn

Kæru vinir og velunnarar..

HRH (Heaven Rescue Home) er heimili fyrir tànings mæđur ì Nairobi, Keniya. Undirritađur hefur heimsòtt þaď nokkrum sinnum, og sjàlfbođaliďi sem starfar viđ þađ, Inga hefur heumsòtt Takk heimiliđ... og nùna fàum viđ horn ì gàmi sem þau eru ađ fara as senda ùt....

Ef einhverjir vilja vera međ, og losa sig viđ eitthvađ af eftirtöldu, ì gòđar hendur, þà er enn möguleiki...
8571389

Àst og friđur❤
Ò
... Sjá meiraSjá minna

Kæru vinir og velunnarar.. 

HRH (Heaven Rescue Home) er heimili fyrir tànings mæđur ì Nairobi, Keniya. Undirritađur hefur heimsòtt þaď nokkrum sinnum, og sjàlfbođaliďi sem starfar viđ þađ, Inga hefur heumsòtt Takk heimiliđ... og nùna fàum viđ horn ì gàmi sem þau eru ađ fara as senda ùt.... 

Ef einhverjir vilja vera međ, og losa sig viđ eitthvađ af eftirtöldu, ì gòđar hendur, þà er enn möguleiki... 
8571389

Àst og friđur❤
ÒImage attachment

3 mánuðir síðan

Björt sýn

Ramadan o.fl.

Ramödu tungliđ er langt gengiđ, og "hungurleikarnir", eins og unglingarnir kalla þađ eru ì algleymingi. Eldri Mùslimabörnin fasta og nokkrir af Kristnu stràkunum lìka, samkvæmt samningi sem gerđur var um jòlin, þegar Mùslimarnir hèldu upp à þau. Undirrituđum finnst þađ töff.

Þađ komu læknar frà svæđis sjùkrahùsinu (District Hospital) og skođuđu börnin, og heilsa þeirra er jafnt yfir mjög gòđ. Þaď er enn og aftur skortur à HIV lyfjum ì landinu, en viđ erum ì gòđum samböndum og höfum ekki liđiđ fyrir þađ.

Skòlafrìiđ var nýtt ansi vel, viđ leik og störf og alls kyns nàmskeiđ. þau eru mjög vel bùin undir skòlann sem byrjar eftir viku. Leirhnođiđ hefur þròast hratt og næsta skref er aď smìďa ofn... börnin okkar eru gòđ hvert viď annađ og blòmstra þar af leiđandi.

Maisinn vex og dafnar, kiđlingurinn er orđinn stòr, Frikki (asninn) er orđinn atvinnulaus og litlu, sætu hvolparnir eru orďnir illskeyttir varđhundar. Fiđurfèď spìgsporar um, ì sìnum heimi...og tìminn þýtur àfram, eins og òđ fluga.

Þađ eru mànađarmòt og hèr er safnreikningurinn, fyrir þà sem vilja vera međ ì ađ koma þessum munađarleysingjum til manns....þùsundkallinn drìfur ansi langt ì Lùòlandi.

Björt sýn.
Kt. 690818-1320 reiknnr. 0133-26-014491

.... og ef einhver à gamlar fartölvur eđa I-Pad, er slìkt gulls ìgildi.
... Sjá meiraSjá minna

3 mánuðir síðan

Björt sýn

Leirhnođ.

Ef þetta er ekki snilld, veit èg ekki hvađ. Nù ætla þau ađ smìđa gamaldags ofn (traditional kiln) til ađ brenna krukkur og fleira sem à eftir ađ koma ì ljòs.

Àst og friđur.❣
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

3 mánuðir síðan

Björt sýn

Gàmur....!!!🤩

Kæru vinir og vandamenn, nù erum viđ komin međ ađgang ađ gàm à leiđ til Kenìu..
Viđ erum ađ safna FÖTUM og HJÒLUM, fyrir munađarleysingjana okkar.

FÖT og HJÒL. .ef einhver à svoleiđis aflögu, endilega hafa samband, hèr eđa viđ Òlaf ì sìma 8571389.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Er með 2 unglingahjól. Get ég komið þeim til ykkar?

Þarf nú að athuga það mín kæra ♥️🙏🏻🥰

Stefanía Guðjónsdóttir ert þú ekki með helling 😊

Eg gæti verið með eitthvað af fötum. Hvaða stærðir vantar?

3 mánuðir síðan

Björt sýn

Karate kids.

Karate, nýjasta uppàtækiđ hjà stòru stràkunum à Takk heimilinu. Þađ verđur gaman ađ sjà hvađ kemur ùt ùr þvì... Er ekki bràđnauđsynlegt ađ kunna einhver sjàfsvarnar trix, þegar mađur lifir ì grjòthörđum heimi?...... samt stefnum viđ, eftir sem àđur, fyrst og fremst ađ kærleika og friđi, bæđi innan Takk fjölskyldunnar og utan.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Hressir ungir menn

4 mánuðir síðan

Björt sýn

Sèrkennsla ì algebru.

Nù er svo komiđ aď flest eldri börnin okkar eru orđin nördar. Sem er dàlìtiđ skondiđ, af þvì ađ fyrir àri sìđan voru flest þeirra ìlla lesandi og skrifandi, og sum algerlega òskòlagengin...
Ađal àstæđurnar fyrir þvì eru auđvitađ betra ađgengi aď menntun og metnađarfullir kennarar...... en undirritađur vill lìka meina aď betri ađbùnaďur uppörvun og kærleikur eigi sinn þàtt ì þvì.

Undirritaďur tönglast stanslaust à þvì viđ börnin, ađ menntun sè lang raunhæfasta leiđin ùt ùr fàtæktar gildrunni.... sem er lìka smà skondiđ, þvì hann er sjàlfur nànast òskòlagenginn 😗

Hèr fyrir neđan er framkvæmdarstjòrinn okkar Allan ađ kenna algebru. Þađ athyglisverđa er ađ þađ er skòlafrì. Börnin eru bara svona sòlgin ì þekkingu... og Allan brennur af metnađi...

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

4 mánuðir síðan

Björt sýn

Leirinn...

Börnin okkar finna upp à ýmsu ì skòlafrìinu.
Eitt af þvì eru alls konar tilraunir međ leir...Boltinn er auđvitađ ofarlega à vinsældarlistanum, og hjòlfeiđartùrar eru algert hitt... en þađ eru bara til þrjù gòđ reiđhjòl... viđ stefnum à miklu fleiri. Hjòlin eru hugsuđ sem farartæki fyrir þau börn sem eiga langt ađ fara ì skòla..
En þađ er allavega spennandi ađ fylgjast meď hvaď kemur ùt ùr þessum leir tilraunum...

Þađ mà til gamans geta ađ þađ er Þorgerďur vinkona mìn ì Tanzanìu sem er "mùsa" þessarar leirlistar... hùn er mikil leirlistakona, og sagđi mèr einhverntìma ađ athuga meď jarđveginn ì sveitinni, hvort ekki væri nothæfur leir einhvernstađar, sem reyndist vera.

Àst og friđur❤
Ò
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

flottir hönnuðir duglegir krakkar♥❤

Absolutly my brother...children are discovering various things during school holidays and we are trying our best even in this Ramadhan to make them busy.

4 mánuðir síðan

Björt sýn

Vinnumađurinn... Odìedè

À Ikhlaas heimilinu var tòmt bras međ vinnumenn. Einn var ansi blautur og àtti til aď fara međ bròďurpart af uppskerunni à krà og skifta à henni fyrir landa. Næsti reyndist lìka bæďi duglaus og þjòfòttur. Viđ vorum nýbùin ađ segja honum upp, haustiď 2019 og vorum ađ skima eftir nýjum vinnumanni. Þà vill svo til aď èg er ì göngutùr à Dùdì hæď og rekst à Odìedè aď kljùfa viď. Viď smullum einhvernveginn og èg rèďi hann à stađnum. Èg hef aldrei sèđ eftir þvì. Òdìedè er làgvaxinn og grannur, en þađ er ekkert aď marka þaď; hann er òlseigur, međ togvìra ì vöđvastaď. Hann er lìka ansi blautur, en vinnur alla vinnu òađfinnanlega, og rùmlega þaď.

Hann bjò ì moldarkofa à Dùdì hæđ, međ frù Evelin og þremur börnum; Soldier, Boneface of Amari. Þar bjò lìka öll bölvun Lùòlands; sàr fàtækt, HIV, alkòhòlismi òlæsi, galdrar, draugagangur og alls kyns tabù.. Boneface og Amarì ganga ì skòlann okkar og eru fyrsti ættliđurinn sem lærir aď lesa og skrifa. Soldier (töffarinn ì rauđu fötunum) nennir ekki svoleiđis pjatti. Òdìedè er nýbùinn ađ byggja stærđar hùs, međ heilum 24 bàrujàrnsplötum.... þađ væri hægt ađ skrifa heila bòk um þessa fjölskyldu, en viđ látum þetta nægja ì bili.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

4 mánuðir síðan

Björt sýn

Blòmstrandi börn...

Tìminn er furđulegt fyrirbryggđi; þegar allt gengur vel og gaman ađ lifa, þýtur hann àfram eins og òđ fluga. En þegar allt er ì hershöndum silast hann àfram, eins og dreki ì andaslitrunum.
Þađ er eins og þađ hafi veriđ ì gær sem þessi börn komu til okkar vannærđ og mis tràmuđ. Nùna eru þau ađ springa ùt ì lìfsgleđi.... þađ þarf ekkert rosa margt, reyndar bara tvennt, en mikiđ af þvì.... mat og kærleika.

Þađ hefur gengiđ mjög vel aď byggja upp Takk heimiliď. Ađalatriđin eru komin, ađ miklu leiti ađgangur aď hollum mat og lyfjum , 5000 l. vatnstankur (þaď vantar reyndar einn ì viđbòt), sòlarsella, farartæki og menntun fyrir öll börnin.

Þađ er reyndar krònìsk eftirspurn eftir fötum, sandölum, fòtboltum og reiđhjòlum. En eru þaď ekki bara lùxus vandamàl?..... viđ spilum vel ùr þvì sem viđ höfum ùr ađ mođa hverju sinni.. nùna ætlum viđ ađ fara ì endubætur à eldhùsinu.....

Viđ erum innilega þakklàt fyrir stuđning og hlýhug.. àn ykkar hefđi þetta ekki gerst.
Og af þvì ađ þaď eru mànaďarmòt læt èg safnreikninginn fylgja.... þùsunkallinn er stòr peningur ì Lùòlandi:

Takk kt. 690818-1320 reikn. 0133-26-014491

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

MAn ekki hvort að ég var búin að spyrja, er hægt að koma til ykkar fötum? Ef svo er fyrir hvað gömul börn þurfið þið? En kannski ekki hægt vegna Covid núna

4 mánuðir síðan

Björt sýn

Covidiđ of Kùs vindurinn...

Svipađ og hjà okkur hèr à Fròni, rìđur Covid bylgja yfir Austur Afrìku. Ì Nairobi eru sjùkrahùs full, skortur er à sùrefnistækjum og mörg dauđsföll upp à sìđkastiđ. Fjarlægđar reglur og grìmunotkun hefur heldur ekki veriđ tekin mjög alvarlega þar, frekar en ì nàgrannalöndunum...

.. Til fròđleiks og gamans mà geta þess ađ ì Tansanìu hòađi Magufuli heitinn forseti, allri þjòđinni saman ì Jùnì sem leiđ og stòđ fyrir bæn. Nokkrum dögum sìđar tilkynnti hann ađ Guđ hefđi fjarlægt Covid 19 ùr landinu. Menn fögnuđu þvì, og lìfiđ gekk sinn vanagang. Þeir neituđu alfariđ ađ vera međ ì Covid dramanu og alþjòđasamfèlagiđ fèkk engar opinberar upplýsingar um àstand màla.

En svo virđist sem bænin hafi eitthvađ veriđ komin yfir sìďasta söludag, þvì sìđustu vikur hefur fjöldi framàmanna làtist ùr Covid og nù sìđast Magù fùli forseti (um àstandiđ à sauđsvörtum almùganum er hvergi getiđ)..

Kùs vindurinn er þurr, heitur vindur sem rýkur niđur hæđirnar og veldur mannskađa veđri ì og viđ Viktorìuvatn (norđ austan garri). Kùsvindurinn er fyrirbođi næsta regn tìmabils, en hefur jafnframt ì för međ sèr "hòma", kvef pest sem einkennist af öllum Covid einkennunum,; sàrindi ì hàlsi, hòsta, og hita.....

En börnin taka Kùs vindinum fagnandi og flögra um skrìkjandi af gleđi..... þađ er skòlafrì fram ì mai og èg hef beďiđ þau vinsamlegast ađ fara sem minnst af bæ og takmarka heimsòknir.... nù bìđum viđ bara og vonum, bæđi hèr og þar.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

4 mánuðir síðan

Björt sýn

Kokkurinn.

Min Joanne (mamma Jòhönnu), vaknar 5 à morgnana sex daga vikunnar, til ađ ùtbùa morgunmat og vinnudeginum lýkur sirka sjö um kvöldiđ. Hùn hefur ekki hugmynd um hvađ hùn er gömul, en hùn er alla vega nògu gömul til ađ eiga 15 àra dòttur, Joanne og ađra 8 àra, Adìs... en engan kall. Hùn hefur aldrei gengiđ ì skòla og kann hvorki ađ lesa nè skrifa. Og lìfiđ hefur veriđ òttalegt basl.... .Viđ dekrum dàlìtiđ viđ hana og hùn er himinlifandi yfir ađ vera ì vinnu. Adis er ì skòlanum okkar og Joanne gengur ì skòla ì sveitinni...

Min Joanne tilheyrir Roho söfnuđi, sem sleit sig frà Kaþòlsku kirkjunni fyrir margt löngu, og er rækilega bannfærđur af pàfanum ì Ròm. Enda er erfitt ađ greina neina kaþòlsku ì helgihaldinu. À sunnudögum klæđir söfnuđurinn sig ì kufla, dansar, ber bumbur og klingir bjöllum allan daginn. Prestarnir brjòta ì sèr framtennurnar og safna löngum "dreadlokkum"... Òll tilveran er gegnsòsa af tabùum, hindurvitnum og kukkli. Spennandi, en jafnframt ògnvekjandi heimur.

Ađ mìnu mati hefur hùn erfiđstu vinnuna og mestu àbyrgđina à heimilinu. En viđ erum aď vinna ì ađ bæta ađstöđuna.

Àst og friđur ❣
Ò
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Fallega manneskja ❤🧡💛💚💙💜

4 mánuðir síðan

Björt sýn

Skòlarnir eru komnir ì frì fram ì Mai. Börnin okkar eru öll nýuppgötvađir snillingar, Garang, sem kunni ekki ađ lesa fyrir hàlfu àri, er orđinn nörd., Abdurrahman var lang efstur ì sìnum bekk.... og þau hafa öll tekiđ miklum framförum.

Allan er ansi skipulagđur, og er bùinn setja upp sollid stundatöflu fyrir frìiđ. Þađ er ýmislegt à döfinni, en lìka plàss fyrir leik og fìflagang. Lìfiđ er jù leikur lìka, àsamt öllu hinu.

Àst og friđur.❣
... Sjá meiraSjá minna

5 mánuðir síðan

Björt sýn

The Amazing Kite Kids.... T.A.K.K.

Þađ er eitthvađ svo magnađ hvađ smà uppörvun getur gert ì tilveru barns. Þađ eru pròf nùna og börnin frà Takk heimilinu eru ađ brillera...
Rètt áďur en undirritaďur fòr bjuggum viđ til flugdreka, þessa dagana er flugdreka æđi. Allar stærđir og gerđir.
Margt annađ er à döfinn ì eins og hàlfs mànađar skòlafrìi sem er framundan, s.s. fòtboltaæfingar og leikur međ leir, sem nòg er af..

Àst og friđur ❤
... Sjá meiraSjá minna

5 mánuðir síðan

Björt sýn

"My voice, my right"... rödd mìn er rèttur minn.. Valdefling undir trè...

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

5 mánuðir síðan

Björt sýn

Èg var bùinn ađ lofa ađ sýna ykkur Naomi taka danssporiđ. Gjöriđ þiđ svo vel.

Àst og friđur.
Ò.💘
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

æi hún er svo fín <3

takk fyrir yndisleg falleg lítil stúlka💖💖💖

Fin og falleg 🥰

geet

5 mánuðir síðan

Björt sýn

Allan.

Best ađ byrja à ađ kynna framkvæmdarstjòrann okkar til sögunnar.
Allan er snillingur. Hann òlst upp àsamt eldri bròđur sìnum Kaston, ì moldarkofa, à Dùdì hæđ. Eins og kemur fram ì þessu viđtali misstu þeir foreldra sìna þegar hann var tveggja àra, og bjuggu sìđan einir ì kofanum, undir verndarvæng 7. Dags Ađventista kirkju ì nàgrenninu. Eitthvađ gerďu Ađventistarnir rètt, þvì bræđurnir eru gull af mönnum, à allan mögulegan hàtt.. Allan er sòlginn ì menntun og komst međ miklum fòrnum ì Hàskòla. Viđ erum nàgrannar og kynntumst ì hittifyrra. Hann hefur veriď meď okkur frà byrjun.
Þađ er heppni Takk heimilisins ađ hàskòlinn er aď mestu leyti online þetta misseriđ vegna Covid.
Àst og friđur 💞
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

5 mánuðir síðan

Björt sýn

Undirritađur fær kùltùrsjokkiď alltaf þegar hann kemur heim. Vandamàlin hèr og þar eru af svo allt öđrum toga. Þau eru alveg jafn raunveruleg, en Þaď er eins og aď bera saman krækiber og kòkoshnetur... þađ gengur allt vel, Takk heimiliđ siglir lygnan sæ. Er à međan er. Þaď er grìđarlega gott starfsliđ à heimilinu... og nù ætla èg ađ fara ađ kynna þađ til sögunnar... mèr langar ađ þakka velunnurum og stuđningsađilum frà innstu hjartaròt, eiginlega međ tàr ì augunum.. þessi börn àttu òsköp litla von... en nù blòmstra þau.
Takk Takk!.
Àst og friđur❤
Ò
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Yndislegt að fá að fylgjast með 💚

falleg börn svo glöð yndislegt❤

5 mánuðir síðan

Björt sýn

Kveđjuhòfiđ...

Viđ kvöddumst međ virktum og smà tàrum. En fyrst slettum viď ađeins ùr klaufunum..

Èg er bara ansi ànægđur međ àrangurinn; okkur hefur tekist aď skapa kærleiksrìkt heimili, fjölskyldu.... börnin eru full af gleđi og von..HIV vìrus gildin hafa minnkađ til muna hjà öllum sem þann djöful draga, nema einum, og sà er lìka hægt og ròlega ađ koma til.... þađ svìfur nörda andi yfir heimilinu, og langflest plumma sig vel ì skòla. Ekki samt öll og þađ er alveg plàss fyrir þau ì lìfinu lìka.. Rashid t.d. droppađi strax ùr skòlanum, en samþykkti ađ fara ì læri ì rafvirkjun og plummar sig vel þar. Naomi og Jacklin eru bara ì dekur međferđ og byrja ì skòla eitthvaď seinna. Garang sem aldrei hafđi gengiđ ì skòla er algert nörd. Og Antoni, sem barđi allt og alla er stòri bròđir par excellence, Halima sem grèt ùt ì eitt
Er nùna međ flìru glott daginn ùt og inn... og svo mætti àfram telja...

Undirritađur er mættur à Klakann, dàlìtiď ùtbrunninn, en sàttur... og var auđvitađ settur beint ì Corona skammarkròkinn...

Àst og friđur. ❣
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Velkominn á skjálftavaktina

5 mánuðir síðan

Björt sýn

Undirritađur hefur sett stefnuna à norđur, ì ìslenska voriđ. Þađ er tilvalinn tìmapunktur til aď rifja upp tilurđ Takk heimilisins.

Haustiđ 2017 rakst èg inn à Ikhlaas munađarleysingja heimiliď, à ferđum mìnum ì Kenia. Börnin voru vannærđ og vanrækt à ýmsan hàtt, sem er svo sem ekkert einsdæmi ì Afrìku, kanski frekar reglan. Èn þađ stakk mig ì vestrænt velmegunar hjartađ, og èg skrifađi tveimur þekktum hjàlparsamtökum og bađ um hjàlp. Hèlt èg gæti þannig sloppiđ billega. Frà öđrum fèkk èg aldrei svar, og hin tjàđu mèr, eftir dàlìtil samskifti, aď kvòtinn ì Kenia væri þvì miđur bùinn... Nù lenti èg ì hinni margfrægu "köllun" (hef lìka heyrt þađ kallađ "White Savior Syndrome"), hàvær rödd yfirgnæfđi allar hinar raddirnar ì hausnum à mèr, og kallađi: "Ef þù gerir ekkert ì màlunum og labbar bara burt, skaltu hundur heita". ....
Èg var nokkrar vikur à heimilinu, og sà greinilega hvernig litils hàttar betra viđurværi breytti öllu til hins betra. Àđur en èg fòr ùtbjuggum viđ Svali, yfirmađur heimilisins, endurbætt kostplan, og èg lofađi ađ borga umframkostnađinn. Þegar heim kom reyndist auđvelt ađ fá vini og vandamenn til ađ vera međ ì þessu ævintýri, Tolli vinur minn fjàrmagnađi vatnsbrunn, Jògasetriđ safnađi fyrir kojum. Og viđ stofnuđum Bjarta sýn. Rètt àđur en èg fòr næst til Kenia fèkk B.s. veglegan styrk frà "Gòđu màli" Hagaskòla.

Þegar èg mætti à svæđiđ tòku à mòti mèr glöđ og heilbryggď börn. En ansi mörgu var samt enn àbòtavant, t.d. voru skòlamàl ì algerum òlestri. Þaď voru harmkvæli fyrir börnin ađ sækja "Public school", bæđi langt aď fara og stanslaust einelti (munađarlaus börn eru neđst ì afrìsku goggunarröđinni). Viđ smìđuđum skòla ùr bàrujàrni, fengum tilskilin leyfi og rèđum kennslukonur ùr sveitinni. Haustiđ 2019 fèkk B.s. aftur veglegan styrk frà "Gòďu màli" og èg fòr ùt međ þaď ì huga ađ endurbæta skòlann. En nù mættu mèr alls kyns vonbryggđi; börnin voru fljòt ađ segja mèr ađ matarprògrammiđ hafđi runniđ ùt ì sandinn og peningar sem höfđu àtt ađ fara ì endurbætur à skòlanum höfđu rýrnađ, à dularfullan hàtt. En þađ versta fannst mèr samt ađ miskunnarlaus goggunarröđ og barsmìđar meď prikum (caning) hèlt àfram, hvađ sem èg sagđi eđa gerđi. Veikustu börnin lentu einhvernveginn alltaf neđst, beygď og brotin...
Þađ hlaut aď vera hægt ađ gera betur.

Ì stuttu màli fèkk èg nokkra vel valda ì liđ međ mèr, fann gamlan skòla, sòtti um tilskilin leyfi og Björt sýn stofnađi Takk munaďarleysingjaheimiliđ. Viđ Svali, yfirmaďur Ikhlaas, rifumst orđiđ um nànast allt og skilnaďurinn viď Ikhlaas var lèttir à bàđa bòga. Ikhlaas hafđi lìka fundiđ ađra styrktarađila. Nìu veikustu börnin fylgdu okkur, og lìka tveir kennarar og kaupamađurinn.

À hàlfu àru höfum viđ byggt upp fyrirmyndarheimiliđ Takk. Þaď er byggt à sammannlegum gildum; kærleika, virđingu, heiđarleika og helling af hùmor og leikgleđi. Tuttugu og þrjù bòrn bùa à heimilinu og àtta ì viđbòt eru viđlođandi þađ, fà lyf (tæpur helmingur barnanna er fæddur međ HIV), fèlagsskap, skòlagjöld og fleira. Þau eru frà fjögurra til sautjàn àra gömul, af ýmsum ættbàlkum og trùarbrögđum. Starfsliďiđ er einvala. Viđ erum meď barnaskòla, fyrstu þrjà bekkina (Playgroup, PP1 og PP2) og þađ sækja hann þò nokkur börn ùr nàgrenninu auk okkar eigin. Hugmyndin er ađ skòlinn vaxi og dafni og verđi stuđningur viđ heimiliď à ýmsan hàtt. Eldri börnin okkar sækja skòla ì nærsveitum. Þess utan erum viđ međ alls kyns nàmskeiđ og ađrar uppàkomur (t.d. tölvunàmskeiđ og màlfundi). Viđ erum orđin sæmilega tækjum bùin, þò enn vanti ýmislegt...... og viđ erum ì gòđu samstarfi viđ skòla og heilbryggđis yfirvöld.

Reksturinn er dàlìtiđ " from hand to mouth" eins og sagt er hèr, viđ gerum þaď besta ùr þvì sem viđ höfum ùr aď mođa hverju sinni. Hryggjarstykkiđ eru þau framlög sem velunnarar, vinir og vandamenn leggja inn, reglulega eďa òreglulega à safnreikninginn. Sìđan hafa òvæntir styrkir gert gæfumuninn.

Takmarkiď er eiginlega ferďalagiđ sjàlft, ađ sjà börnin blòmstra à alls konar hàtt, ađ làta þau gleyma þvì stundum aď þau eru munaďarlaus. Þađ er engin yfirbygging og undirritađur borgar meď sèr. Þannig aď þaď verđur mikiď ùr klinkinu.....
Og af þvì þaď eru mànađarmòt læt èg safnreikninginn fylgja, ì einlægri von.❣

Björt sýn kt. 690818-1320 rnr. 0133-26-014491

Àst og friđur
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Góða ferð heim

Gòđa ferđ heim kæri Óli....kìki à þig à Ìslandi...eg er lìka ad koma til ìsland

Góða ferð heim 🥰

5 mánuðir síðan

Björt sýn

Börn og beittir hnìfar.

Ì Keniya bùa à fimmta tug þjòđflokka ( tribes), fimm at þeim stunda ekki umskurď, à stràkum og stelpum. Hjà sumum er um einhverskonar fòrnarathöfn ađ ræđa, en hjà flestum er um ađ ræđa manndòms/kvendòms vìgslu. Sumar trìburnar missa sig alveg; Masaaiarnir, Kisi og Kalenjin misþyrma stelpunum illa, þegar þær eru 6 til 10 àra og stràkunum 13 til 16 àra. Umskurđur stùlknanna fer fram ì skjòli myrkurs, en umskurđi drengjanna fylgja margra daga seremònìur og hàtìďarhöld. Masaaiarnir hætta alls ekki þar ì manndòmsraunum sìnum, þeir brjòta lìka framtennur og teygja eyrnasnepla og varir ì allar àttir.. fjöldi barna lætur lìfiđ ì þessum hamagangi, bæđi vegna blòđmissis og ìgerđa. En þò svo "umskurđur" (FGM) à stùlkum hafi veriď bannađur ì àratug er enn ansi langt ì land. Lùò er ein af þeim trìbum sem engan umskurđ stunda, enda lođir viđ þà aď þeir sèu frekar huglausir. Kanski til ađ reka þađ orď af sèr, kippa þeir ùr sèr nokkrum framtönnum..

Viđ hèldum màlþing um umskurđ. Niđurstaďan var sù ađ umskurďur à stùlkum væri òæskileg forneskja, sem engum gagnlegum tilgangi þjònar. En umskurđur à stràkum geti mögulega haft jàkvæđ àhrif, ef hann heppnast sem skyldi, og stràksi lifir af.

Reagan.

Reagan 14 àra, var ì öđrum bekk (sjö, àtta àra) þegar hann missti mömmu sìna, og pabbann skömmu sìđar. Hann òlst upp ì dæmigerđu kofaskrifli hjà ömmu sinni. Puđ og pùl, stopul skòlaganga, og oft sultur og seyra.
Þađ fer lìtiđ fyrir Reagan, en hann blòmstrar hægt og ròlega. Hann fìlar skòlann ì botn og lærir heima eins og enginn sè morgundagurinn. Hann er lìka bođinn og bùinn ì hvađ sem er, jafnt fòtbolta sem vinnutörn.❣

Àst og friđur.
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Takk fyrir pistilinn dugnaðar krakkar hjá þér áfram á somu braut Óli kv ur Selvogi❤❤

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Sætsùrt brìarì um Lùò fòlkiđ.

Lùò þjòđin er "Nìlotar", eins og Masaai þjòďin. Þađ þýđir ađ þeir flökkuđu upp međ Nìlarfljòti fyrir fàeinum öldum og settust ađ hèr ì frjòsömu landi. Lùò eru kallađir "Lake- Nilots", Masaaiar "Plain-Nilots". Lùò þykir fiskur gòđur og þađ er aldrei mjög langt ì vatn eđa àrsprænu. Þađ er tæpur mannsaldur sìđan þeir fòru ùr stràpilsunum og lendarskýlunum. Og margir fara enn ađ Bongo trènu og biđja andana fyrirgefningar à Kristnihaldinu
. Eitt fyrsta menningarundriđ sem Tjallinn færđi þeim var nælon. Kerlingarnar rifu sig ùr stràpilsunum og sveipuđu sig næloni. Karlarnir reyndu sitt besta ađ komast yfir þò ekki væri nema notaďar stuttbuxur frà herraþjòđinni. En næloniđ reyndist vargur ì vèum viđ opin eldstæđin. Fòrnarkostnađurinn var mikill....

Þađ mà segja ađ "mìtùmba" hafi markađ nýja öld. Mìtumba eru fötin sem viđ setjum ì Rauđakrossgàmana, ì borgum vesturlanda. Þađ eru fötin sem meginþorri Afrìkubùa gengur ì à vorum dögum. Mìtùmba er milljarđa bisness og allir voru fegnir ađ sleppa ùr næloninu.

Einhvernveginn virđist ansi margt af þvì sem Vestræn menning hefur fært Lùò þjòđinn reynst svipađ tvìeggjađ og næloniď. Þeir bùa enn ì moldarkofum, þeir hafa bara breytt um lögun, eru nùna ferkantađir og regniđ bylur à ryđguđu bàrujàrninu. Alkòhòlismi, sjùkdòmar, hjàtrù og hindurvitni, grimmd, kvenfyrirlitning, sultur, seyra og sàr fàtækt einkennir tilveruna ì þessum fögru, frjòsömu hæđardrögum, à vorum dögum.

Felix

Felix, 17, àra hafđi einhvernstađar heyrt af okkur, mætti à svæđiđ og òskađi eftir ađ hitta hvìta manninn. Satt ađ segja leist mèr ekkert à hann, sèrstaklega aldurinn, sà fyrir mèr alls konar unglingavandamàl. En saga hans og auđmjùk framkoma bræddi mig. Missti mömmu sìna sex àra, pabbinn missti heilsuna fyrir nokkrum àrum, og Felix tòk viđ þrældòminum à teökrunum af honum. Einhvernveginn nàđi hann smà skòlagöngu, og à milli stundađi hann sjàlfsnàm grimmt....Eftir ađ hafa fengiđ sögu hans stađfesta tòkum viđ viđ honum... og höfum aldeilis ekki sèđ eftir þvì. Þræl agađur, alltaf til ì tuskiđ og stòri bròđir par excellence. Nùna stundar hann nàm ì menntaskòla (Wire High school)...

Àst og friđur.💟
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Mikið er gaman að fá að fylgjast með og fá svona litlar sögur. Þú/þið eruð okkur hinum til sóma 🙂

Gott ađ heyra af Felix.... bestu kveđjur til ykkar allra

Óli minn þú ert yndi

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Þađ sìđasta ì serìunni "Naomi fer ì ađgerđ".

Hùn stòđ sig eins og hetja frà byrjun til enda. Hùn var tvo daga à spìtalanum, bòkstaflega ì bòmull. Svo fòrum viď heim, og erum nùna ađ æfa danssporin, hægt og ròlega.....en tuskudùkkan, mađur minn, þađ er àstarævintýri aldarinnar. Àst viđ fyrstu sýn. Mèr sýndist þetta vera "Tìgri".... en þetta er vìst "Lìsa".. og þaď slitnar ekki milli þeirra slefiđ... nùna situr hùn keik ì sòfanum (sjà mynd) og teiknar Lìsu.

Hvert og eitt af börnunum okkar hèr er dramatìskt ævintýri, međ dassi af tragì-kòmìu...og næst heldur undirritađur àfram ađ segja frà þeim..💌

Àst og friđur ❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Ađgerđin heppnađist, og sjùklingurinn er à batavegi. Svo eignađist hùn mjùkdýr, sem hùn skýrđi strax "Lìsa"... Hùn var reyndar ansi aum þegar hùn vaknaďi, en hùn var fljòt ađ jafna sig, hùn er hörkutòl... lengi lifi Naomi, hùrra!

Àst og friđur💞
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Ađgerđin heppnađist, og sjùklingurinn er à batavegi. Svo eignađist hùn mjùkdýr, sem hùn skýrđi strax Lìsa... Hùn var reyndar ansi aum þegar hùn vaknaďi, en hùn var fljòt ađ jafna sig, hùn er hörkutòl... lengi lifi Naomi, hùrra!

Àst og friđur💞
Ò.

Gera athugasemd á Facebook

Takk fyrir að segja okkur þessa dásamlegu frétt. Hjartans kveðjur!

Húrra fyrir ykkur 🥰 - Knús á ykkur tvö og batakveðja til Naomi 💕🤗

elskan litla svo dugleg knús til hennar❤

Batakveđjur og knùs

Batakveðja

View more comments

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Pìslasaga Naomi.

Jæja þà er porstulìnsdùkkan okkar komin ì mjùkt sjùkrahùsrùm og steinsofnuđ. Og planiđ er ađ skera hana upp ì bìtiđ ì fyrramàliď. Naomi er alger demantur, hùn hefur allt þaď sem mögulega getur prýtt litla konu; hùn er bràđskörp, meinfyndin, endalaust þolinmòđ og svo auđvitađ undur fögur. En hùn hefur ekki àtt sjö dagana sæla. Þađ er einfaldlega hægt ađ lesa þađ à lìkama hennar. Barnatennurnar eru brunnar niđur ì ròt, hùn er međ rùmlega sentimeters nafla/kviđslit og maginn og naflinn standa langt ùt ì loftiđ.... þađ er mjög erfitt ađ draga neitt vitrænt upp ùr ömmunni, hùn er ekki alveg heil à geđi, en sagan er einhvernveginn svona: dòttir hennar hljòpst à brott međ einhverjum drjòla fyrir margt löngu og settist ađ ì einhverri borg, sennilega Nakuru (eitt af þvì sem prýđir Naomi er aď hùn talar reiprennandi Swahili, àsamt mòđurmàlinu Lùò).. Hùn hafđi komiđ einu sinni ì heimsòkn meď Naomi sem kornabarn, þà var pabbinn dàinn, en mamman hafďi fundiď nýjann drjòla. Sìđan einn daginn kom yfirvaldiđ og færđi ömmunni Naomi. Mamman hafďi dàiđ ì rùtu slysi à þjòđveginum frà Nakuru til Lùòlands.. þađ var mikiđ blòđbađ og lìtiđ um eftirlifendur, en Naomi var bràđlifandi ì stirđnuđu fađmlagi mòďurinnar. Amman tòk viđ Naomi, þađ var enginn annar til þess, og þær virđast hafa bùiđ saman ì moldarkofanum ì sirka tvö àr, ì sàrri fàtækt, en algerri sàtt, og međ fullt af hùmor fyrir lìfinu. Þegar Naomi opnar munninn fara allir ađ skellihlæja, hùn talar eins og gömul, djùpvitur, lètt klikkuđ kona.

Hùn fer semsagt ì uppskurđ fyrramàliď à fyrsta flokks einkasjùkrahùsi, og ætti ađ vera farin ađ dansa aftur eftir viku, þökk sè velunnurum og styrktarađilum Bjartrar sýnar.. viđ sendum ykkur koss og kveđju yfir haf og lönd.💋❤

Àst og friđur
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Gangi henni sem allra best og blessun á ykkur 💛❤💚💙

Falleg frásögn af fallegu barni. Þið eruð frábær <3

Sendum góða strauma yfir hafið til ykkar óendanlega guðs gjöf ert þú Óli minn faðmlag úr Selvogi

Þvílík manngæska hjá ykkur í Björt sýn, gangi ykkur vel❤

heilsuríkar kveðjur til Naomi

Bestu kveđjur og knùs a litla undriđ...

Knús á ykkur Naomi 🤩

Baráttu kveðjur

Megi alllar góðar vættir vaka yfir Naomi.

View more comments

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Heilbryggđiskerfiđ og porstulìnsbrùđan.

Opinbera heilbryggđiskerfiđ ì Kenìu er handònýt eftirlìking af þvì vestræna. Krònìskur lækna, tækja og lyfjaskortur og grasserandi spilling. Þeir gera lìtiđ annađ en mistök; vitlausar sjùkdòmsgreiningar, vitlaus lyf, vitlausar niđurstöđur, og nùna hefur þađ veriđ nànast òvirkt ì langan tìma vegna verkfalls lækna. Èg, undirritađur, er ekki bara ađ bulla ùt ì blàinn, èg hef eytt ansi mörgum tìmum à þessum stofnunum bìđandi eftir einhverri ùrlausn fyrir börnin, oftast til litils, og fengiđ ansi margt aď sjà og heyra. Og èg persònulega drepst frekar en leggjast inn à sjùkrahùs hèr, àn grìns. Èg verđ samt ađ láta fylgja ađ þeir geta komiď malarìusjùklingum à lappir og jafnvel àtt mòteitur viđ slöngubiti, ef mađur bìđur nògu lengi og er enn à lìfi þegar mađur kemst ađ. Og skurđlæknar à vegum hins opinbera, ì Kisi, björguđu sennilega lìfi Abdurs ì fyrra.

Nù er komiđ ađ Naomi aď ganga svipugöngin. Naomi er viđkvæm porstulìnsdùkka. Þegar hùn kom til okkar var hùn mjög màttfarin, en braggađist fljòtt viđ betra atlæti, og var fljòtlega orđin ađal dansarinn à svæđinu. Kviđurinn hèlt samt àfram aď vera þaninn og naflinn langt ùt ì loftiđ, þràtt fyrir ormakùr og alls kyns tilraunir međ mataræđi. Læknar hins opinbera sögđu alltaf "this is normal". Svo fòr hùn aď slappast aftur og þegar hùn var alveg hætt ađ dansa leist okkur ekki à blikuna og fòrum međ hana til Kìsùmù borgar. Eftir mikiđ ràp enduđum viđ à Agha Khan sjùkrahùsinu. Þađ er fjölþjòđleg stofun međ sæmilegt orđ à sèr; þeir gleyma vìst ekki oft skærunum inni ì sjùklingum..... viđ blòđprufur, X Ray og Scanning kom ì ljòs ađ hùn er međ risa kviđslit (1,06 Cm.) àsamt sýkingu ì öndunarfærum.

Kerlingin er nùna à sýklalyfjum og fer ì uppskurď à þriđjudag, à Agha Khan sjùkrahùsinu ì Kisi borg. Nù verđur allt sett à hòld þangađ til Naomi er farin ađ dansa aftur...

Àst og friđur. ❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Bataknus úr Selvogi

Elsku Óli þú ert magnaður. Knúsaðu litlu hetjuna frá mér 😍

Æ elsku ❤ Hugsaði kviðslit þegar ég las þetta. Þú ert ótrúlegur Óli .. vel gert 💪👏 Dreymdi þig í nótt þar sem þú gekkst fram hjá mér. Ekkert sagt, bara sá þig 🙈

Gangi ykkur vel ❤️❤️❤️ vona að ég sjái hana dansa þegar ég kem næst ❤️❤️

Óli minn risa knús þú ert æði ........

Elsku stúlkan. 💔

View more comments

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Corona, ofbeldi og òlèttar skòlastelpur.

Covid 19 hefur haft gìfurleg fèlagsleg àhrif um alla Afrìku þò svo færri hafi veikst eđa dàiď þar en vìďa annarstađar. Ì Kenìu voru barnaskòlar lokađir ì 10 mànuđi og framhaldsskòlar ì 6-8 mànuđi..allar tilraunir til fjarnàms fòru strax ùt um þùfur, þar sem þorri almennings lifir undir öllum fàtækrarmörkum og hefur ekki ađgang ađ fjarskiftagræjum s.s. tölvum eđa sjònvörpum.. Grìđalegur fjöldi barna og unglinga hefur flosnaď upp ùr skòla ì kjölfariđ. Og þau sem mæta hafa misst ùr mismargar annir. Nù þegar skòlar hafa opnađ à ný, morar allt ì alvarlegum vandamàlum; stràkarnir mæta ofbeldisfullir, ì vìmu, stelpurnar mæta òlèttar ì hrönnum og kennararnir mæta vopnađir ì tìma.

Takk heimiđ hefur haldiđ vel utan um sìn börn, međ àst og kærleika, alls kyns nàmskeiđum og uppàkomum. Börnin eru meira og minna öll sòlgin ì skòlagöngu og hafa tekiđ grìďarlegum framförum à þessum mànuđi sìđan skòlinn byrjaďi.

Af þvì þađ eru mànađarmòt læt èg safnreikninginn fylgja ì einlægri von:

Björt sýn, kt. 690818-1320, rnr. 0133-26-014491

Àst og friđur.❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Yndislegt ❤️

Frabært Oli 🧡

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Hèr andar allt af friđi og farsæld.... börnin heilbryggđ og asninn nokkurn veginn til friđs... er þaď ekki bara mìgandi hamingja?

Àst og friđur.💞
Ò
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Frikki og fótbolti 🤣

mikið er þetta nú gaman og fallegt ❤️

Greinilega glöð börn að leik og fallegt umhverfi

Yndislegt að sjá

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Og viď höldum òtrauđ àfram ađ byggja upp heimiliđ. Þađ er komiđ ađ byltingarkenndum aďgerđum; vatnslögn, skorsteini, þvottavèl og ìsskàp. Einu rafmagnstækin à heimilinu hafa hingađ til veriđ hàskerpu "projectorar" (hvađ er þaď à fornmàlinu?) af nýjustu gerđ. Dàlìtiđ dekadent og öfug forgangsröđ.....En loksins er sem sè komiď ađ beisik atriđunum. Viđ erum ađ tengja okkur viđ vatnslögn, sem reyndar er fræg fyrir ađ vera frekar òàreiđanleg, en međ vatnstönkunum ætti allur vatnsburđur aď vera ùr sögunni. Þetta þròunarstarf hefur gengiđ framar vonum bjartsýnustu manna og heimiliđ fer ađ geta kallast međ sanni fyrirmyndarheimili, þökk sè ykkur, stuđningsađilum og velunnurum. Takk.❤

Shakila.

Shakila 7 àra er fyrsti munaďarleysinginn sem kom undir verndarvæng Bjartrar sýnar. Undirritađur er bùinn ađ þekkja hana ì rùm þrjù àr og hùn à drjùgan þàtt ì tilurđ B.s. Viđ kynntumst ì Masaailandi....Barassa vinur minn er giftur systur Shakìlu og hùn bjò hjà þeim, ì botnlausri fàtækt. Þegar èg byrjađi ađ starfa viđ Ikhlaas heimiliđ bađ Barassa mig um ađ taka hana þangađ, sem èg gerđi. Þegar viđ sìđan stofnuđum "Takk" heimiliđ fylgdi hùn sjàlfkrafa meď. Og viď rèđum viđ Barassa sem allt mùligt mann.... Shakila er af Nùbìu þjòđflokknum, svartasta fòlki ì heimi... Hùn er ein af porstulìns dùkkunum okkar, fìngerđ og veikbyggđ. Hùn lenti einhvernveginn alltaf undir à Ikhlaas heimilinu, en hèr blòmstrar hùn ì allar àttir....

Àst og friđur.❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Enn ein ùtgàfan af ".....forđum okkur hættu frà, ræningjar oss vilja ràđast à"...

Ì Kenìu eru, eins og annarstađar nokkur samhliďa efnahagskerfi.. Hèr ku vera mesta misskifting ì allri Afrìku, og þa er nokkuđ mikiđ sagt... Efst ì pýramìtanum tròna auďvitađ auđmennirnir og ràđamennirnir, þeirra hendbendi... þar rùlla milljònir milli vasa fyrirhafnarlìtiď; sykurverksmiđjur, vegaframkvæmdir, Covid peningar frà "alþjòďasamfèlaginu", þròunaraďstođ og gullgröftur svo eitthvaď se nefnt.

Sìďan kemur breyď, fàmenn en vaxandi, millistètt; sem sèr um þjònustu, aďallega viď fyrrnefnda auđstètt og sjàlfa sig.

Neďst er svo "almenninngur", fjöldinn sem lifir frà frà degi til dags (from hand to mouth). Þar er ekkert fjàrhagslegt eđa fèlagslegt öryggi, nema ef vera skyldi fjölskyldan. Þar rìkir sàr fàtækt (extreme poverty) meď òllum hennar fylgifiskum; fàfræđi, sjùkdòmum, ofbeldi, hjàtrù og alkòhòlisma. Ùt ùr þeirri gildru eru ekki margar leiđir, nema ef vera skildi menntun... nù eđa glæpir.

Nàttùran er auđvitaď kafli ùtaf fyrir sig, hùn er þađ mild og gjöful ađ þađ er erfitt ađ drepast ùr hungri... eins og einn vinur minn sagđi: "If God creates a mouth, he will also create something to put into it".

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Afrìsk menning er smà villt. Til ađ mynda eru barsmìđar međ priki eđa lurk (caning) taldar lausn à ansi mörgu; skothelt uppeldistæki, tilvaliđ ef konan er međ vesen, þjòfur er gripinn ì opinberu rými, ef barn fer ì taugarnar à þer, eđa ungabarn pissar ì rùmiđ.
... ef mađur spàir ì þvì, er ekkert mjög langt sìđan þetta var svipađ à Ìslandi, ì sumum kređsum (enginn verđur òbarinn biskup). ætli þetta sè ekki fylgifiskur sàrrar fætæktar, eins og margt annađ hvimleitt.
Forseti Kenia lèt hafa eftir sèr ì fyrra ađ hann mundi refsa kennurum fyrir ađ berja börnin, en þađ tekur enginn mark à þvì, börnin eru barin eins og harđfiskur. Og þađ þykir framùrstefnulegt ađ vera eitthvađ à mòti þvì.

Francis.
Francis 10 àra fèkk ansi slæm spil ì gjöf; moldarkofi, sàr fàtækt, HIV, alkòhòlismi. Mamman dò 2015 . Pabbinn fèkk sèr ađra konu, en sù reyndist Francis vonda stjùpan holdi klædd. Hann var làtinn passa geitur, laminn eins og harđfiskur og gefiđ lìtiđ sem ekkert ađ borđa. Þegar pabbinn svo dò 2018 keyrďi um þverbak og à endanum fòr stjùpan međ Francis og bròđur hans ùt ì skòg og skildi þà eftir þar. Einhver fann þà à undan hìenunum. Francis hefur aldrei gengiđ ì skòla, fyrr en nùna. Hann stađnađi einhvernstađar ì vexti og lìtur ekki ùt fyrir ađ vera eldri en sex, en þaď fer ekki milli màla ađ hann byrjađur aď vaxa aftur, à allan hàtt.

Àst og friđur
Ò
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Það er gríðarlega áhugavert að fylgjast með hvað er að gerast þarna, kynnast krökkunum og fá smá innsýn í kúltúrinn þarna...Haltu áfram að leyfa okkur að fylgjast með 🙂

Elsku born❤❤

Hver skrifar þennan texta? Ef ég má spyrja?

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Takk heimiliđ er viđ þjòđveginn, skammt frà Oyugis, og viđ heyrum ì hàmenningunni. Jarđvegurinn ì kringum skòlann er ekki frjòsamur, viđ eigum dàlìtinn akur uppi ì Dùdì hæđ. Þar er bara fuglasöngur og flugusuđ. Èg fell oft ì stafi yfir þvì hvađ fòlkiď hèrna ì hæđunum er laust viď allar helstu tækninýungar à borđ viđ ìskápa og þvottavèlar, hvađ þà verkfæri og traktòra. Helsta tækni nýungin ì landùnaďi er uxaplògurinn, sem ku vera tekinn upp hèr fyrir fàeinum àratugum. Metnaďarleysi er hugtak sem slær mann. Þađ eru samt nànast allir međ einhvers konar sìma, yfirleitt kìnverska eftirlìkingu af gömlum Nokia, og litlar sòlsellur riđja sèr til rùms, meďal þeirra fàu sem hafa einhver efni. Fòlkiđ ì hæđadrögunum er dàlìtiđ eins og þaď sè sprottiđ upp af jörđinni, viđ hliđina à maiisnum og sykurreyrnum. Eins og jörđin eigi fòlkiď, ekki öfugt. Þaď tekur þvì sem nàttùran færir þvì af þrjòsku meira en æđruleysi.

Þaď er vertìđarbragur yfir maisuppskerunni. À laugardaginn var tòkum viđ krakkaskarann upp ì Dùdì hæď og viđ pilluđum mais allan daginn.. og þađ sà ekki högg à vatni. . Èn undirritaďur sà börnin dàlìtiď ì nýju ljòsi; hverjir voru duglegir og unnu međ bros à vör, hverjir latir, hver er međ ofvirkni og athygglisbrest og hver gat startaď fjöldasöng. En undriđ var eina ferđina enn Naomi, hùn bara sat þarna og pillaďi, tòk lìtinn þàtt ì fìflagangnum, bara sat og pillađi, àkveđin à svip. Og sìđan lognađist hùn ùtaf onì ansi væna hrùgu. Naomi verďur sùper bùkona.

Àst og friđur.❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

Frábært starf Óli en mér finnst þessi póstur á hættulegum slóðum. Rétttrúnaðarhyskið hér á klakanum gæti farið að kalla þetta barnaþrælkun og þig þrælahaldara. En það skiptir svo sem engu hvað við erum kölluð ef ást og kærleikur sést í verkunum. Æðislegt að fá að fylgjast með

Finnst einmitt frábært að sjá alla taka þátt og vera saman ❤️❤️

Mikill dugnađur. Gaman ad fa frèttir af ykkur...

6 mánuðir síðan

Björt sýn

Svo endađi þetta náttla ì tòmu ruggli... eins og vera ber.

Àst og friđur. ❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

Gera athugasemd á Facebook

😘gleðistund

Þetta er alvöru party hjá óla og co

Và flott hjà ykkur....elsku börnin

7 mánuðir síðan

Björt sýn

Meiri maize.
Ì Miđ Amerìku, hvaďan maisinn kemur, er til fjöldi þjòđsagna um maisinn, en hèr ì Lùòlandi virďist nànast ekkert slìkt vera til. Mèr finnst lìklegt ađ þaď sè vegna þess hve stutt mais hefur veriď hèr, ì rauninni. Þò er til hùsràđ um hvernig best er fyrir hjòn ad sà mais: Tveimur dögum fyrir sàningu tekur mađur maisinn inn ì kofann. Þà nòtt, ekkert kynlìf. Næstu nòtt sleppa þau sèr alveg lausum. Um morguninn byrja þau sàninguna međ þvì ađ mađurinn grefur fyrstu holuna og konan setur baunina ì hana. Sìđan liggur lìfiđ viđ ađ mađurinn borđi fyrsta mais uppskerunnar. Ef konan slysast til þess er vođinn vìs. .....Jù, Afrìka er mjög karllæg. Jafnrètti og kvenrèttindi eru bæir ì Rùsslandi.

Laugardagurinn fòr ì uppskerustörf. Stanslaust stuđ allan daginn. Allir voru mjög meďvitađir um aď þetta er "ùgalìiđ" (maisgrauturinn) okkar næstu mànuđi. Viđ unnum vel og borđuđum vel. En ađal gulròtin var "Merlin" ì hàskerpu um kvöldiď. Hvađ eru eiginlega margir þættir af þessum Merlin?

Àst og friđur.❤
... Sjá meiraSjá minna

7 mánuðir síðan

Björt sýn

Te og kaffi.

Èg hàlf fyrirverď mig fyrir ađ ætla ađ hella galli ì ilmandi, rjùkandi kaffibollann ykkar, en hjà þvì verđur ekki komist. Mikiđ af þvì te og kaffi sem viđ þömbum og viljum alls ekki vera àn, er ræktađ ì Afrìku. Kenia fer ekki varhluta af þvì. Hèr ì kring, ì Nyanza og Nandi fjöllum eru vìđàttumiklir te akrar, og kaffi vìđa þò ì minna mæli. Èg hef sèď međ eigin augum òlýsanleg mannrèttindabrot og barnaþrælkun à þeim ökrum. Auk þess hafa þrìr af eldri stràkunum okkar þrælađ à þessum ökrum um àra bil, og hafa lýst fyrir mèr hryllingnum. Barnaþrælkun og lìkamsrefsingar eru lögbrot ì Kenia, en þau lög eru màttlaus stafur à blađi, þegar kemur aď umkomulausum börnum. Og èg er hàlf smeikur um aď þannig sè þađ vìđast ì Afrìku... þađ eru örugglega til avöru "Fairtrade" bù, en þađ er langt à milli þeirra.

Dickens.
Dickens er 14 àra. Hann missti foreldra sìna sex eđa sjö àra og lenti à vergangi. Hann kom til okkar beint af te ökrunum. Lýsingar hans à þrælkun, barsmìđum og kynferđismisnotkun eru meira og minna òprenthæfar... þaď eru fjòrir mànuđir sìđan hann kom à heimiliđ, ìlla tràmađur. Þaď tòk hann à annan mànuđ ađ byrja aď opnast og gefa þvì sèns aď lìfiđ geti veri annađ en stanslaus kvöl og pìna. Þaď liđu tveir mànuđir àđur en èg sà hann brosa. Hann hafđi veriđ stutt og stopult ì skòla, en tòk aldeilis viđ sèr þegar viđ undirbuggum þau undir skòlagöngu og eftir stöđupròf fòr hann ì fjòrđa bekk ì Rawinjee skòlanum. Hann er stòr eftir aldri og fìlhraustur. Og alltaf til ì tuskiđ ef eitthvaď þarf ađ vinna. Hann er fàmàll, en þaď þarf engin orđ til aď sjà aď hann er kominn međ nýja, ferska trù à lìfiđ.

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

7 mánuðir síðan

Björt sýn

Fàein orď ì viďbòt, um dauđann.
À vesturlöndum er bùiď ađ leggja mikiđ à sig til aď fjarlægja dauđann. Flestir deyja à lìknardeildum og eru grafnir ì kirkjugörđum, màliđ dautt.
Hèr ì mòđuràlfunni deyr fòlk almennt ì rùminu sìnu, (òtrùlega margir lìka a götum ùti, ì sltsum) lìknarmeđferđin er framkvæmd af fjölskyldunni og menn eru sìđan grafnir, sem fyrst, ùti ì garđi. Reyndar eru efnamenn geymdir ì frysti þangađ til hentar aď hafa jarđarför. Mòmentiď sem einhver deyr upphefst grátur og gnìstan tanna, sem hljòmar um allan dalinn. Ef viđkomandi er kominn til àra sinna verđa gràtstafirnir ađ einskonar sorgarsöng, en ef um barn er aď ræđa verđa þeir stjòrnlaust ramakvein ..

Jacklin..
Jacklin er tæplega þriggja og þar međ yngst af börnunum. Hùn er hèďan frà Oyugis. Mamma hennar dò, frà manni og fjòrum ungum börnum ì àgùst og var heygď ùti ì garďi. Öll fjölskyldan er fremur veikburđa og viđurværiđ ansi rýrt. Pabbinn Andrew reynir sannarlega sitt besta og ræktar af natni pìnulìtiđ frìmerki ì kringum moldarkofann, en er annars lìt vinnufær. Heilbryggđisyfirvöld bàđu okkur um aď heimsækja þau. Andrew er öđlingur sem elskar börnin sìn greinilega heitt, en hann gràtbaď okkur aď taka Jacklin, þà yngstu. Viđ samþykktum þaď, en sögđum honum aď koma sem oftast ì heimsòkn. Viđ tòkum Lìka Evans bròđur hennar, àtta àra, ì skòlann pro bono. Kotiđ er ì göngufæri og hann fer heim eftir skòlann... fyrst kom Andew à hverjum degi, međ sykurreyr, eďa sætar kartöflur, og Jacklin hljòp ì fangiđ à honum. En svo var hùn alveg ì rusli þegar hann fòr. Þannig aď viđ àkvàďum ađ hann kæmi ekki ì tvær vikur. Næst þegar hann kom var hùn sannarlega glöđ ađsjà hann, en kippti sèr lìtiď upp viď ađ hann færi...nù kemur hann bara öđru hvoru... alltaf færandi hendi. Þađ er persònuleg skođun undirritaďs ađ börn sèu næstum alltaf best geymd hjà foreldrum sìnum ef nokkurt færi er à. Og ef manni langar til aď hjàlpa ætti mađur ađ hjàlpa þeim (foreldrunum/heimilinu). En stundum er heimurinn bara svo òfullkominn..

Àst og friđur❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna

7 mánuðir síðan

Björt sýn

Mais uppskera.

Hvaď skyldu Afrìkubùar hafa ètiď àđur en þrælaskipin færđu þeim mais? Lìfiđ gengur mikiď ùt à mais; ùgali, kìderì, ristađur mais, sođin mais...... og nù er mais uppskera eina ferďina enn. Sù fjòrđa sem èg tek þàtt ì. Viđ ætluđum as virkja strákana à sunnudaginn var, en þà rigndi. Þađ er fullt af heimanàmi alla vikuna, þannig ađ þaď ekkert hægt aď þræla þeim ùt nema um helgar.. Èg byrjađi bara međ Òdìedje, kaupamanninum sìkàta, og viti menn um hàdegi voru fjòrir grannar komnir til hjàlpar, sem ekkert betra höfđu ađ gera og um sòlarlag vorum viđ bùnir međ tvo hektara. Þà er einn eftir. Og hàlfur hektari af vorlauk og grænkàli (Sukuma wiki)...

Rashid.

Rashid er næstelstur 15 àra. Hann er elstur af fimm systkyna hòpi, sem leystist upp 2016 þegar pabbinn dò. Hann lenti à Ikhlaas heimilinu. Þar var hann alltaf upp à kant, strauk tvisvar, en löggan fann hann à götum Kìsùmù og kom meď hann aftur. Þaď merkilega er ađ viđ erum perluvinir og hann er ekkert nema ljùfmennskan, hjàlpsemin og almenn riddaramennska hèr à heimilinu. Hann hefur fullt af bròđurlegum skyldum à heimilinu, sem hann stendur vel undir. Hann langar aď verďa rafvirki, og viđ stefnum à þaď ì sameiningu..

Àst og friđur.❤
Ò.
... Sjá meiraSjá minna